Skilmálar

Með því að leggja inn pöntun á vefversluninni samþykkir þú eftirfarandi skilmála:

Upplýsingar

Seljandi er BBQ Kóngurinn Ehf kt. 520522-0260, VSK nr. 144828.

Hægt er að hafa samband á netfangið bbqkongurinn@gmail.com

Greiðsla

Hægt er að greiða með kredit- eða debetkorti í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd, BBQ Kóngurinn ehf fær því aldrei kortaupplýsingar kaupenda. 

Afhending

Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Póstsins. Hægt er að velja um að fá sent í póstbox, pósthús eða heimsent. Afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins gilda um afhendingu.

Verð

Öll verð í vefversluninni eru gefin upp með virðisaukaskatti. 

Vöruskil

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Vinsamlegast hafið samband varðandi vöruskil.

Fyrirvari

BBQ Kóngurinn ehf áskilur sér rétt til verðbreytinga án fyrirvara. Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. BBQ Kóngurinn áskilur sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

Persónuvernd

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. BBQ Kóngurinn ehf mun ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness